Thursday, November 3, 2011

Styttist í mót hjá yngra- og eldra ári.

Styttist í mót hjá yngra árinu í Austurbergi helgina 18-20 nov. og svo er Vestmannaeyjarmótið hjá eldra árinu helgina 25-27 nov.

Nokkrar upplýsingar um mótið í Vestmannaeyjum sem voru að koma inn: MÓTSGJALD fyrir hvern keppanda er 10.000 kr. Innifalið er: Rútuferð til og frá bryggju/flugvelli,Keppnisgjald, gisting tvær nætur, fjórar heitar máltíðir, föstudagskvöld,hádegi laugardag,kvöldmatur laugardag, hádegismatur sunnudag og morgunmatur tvo morgna, frítt í sund og glæsileg kvöldvaka

Inn í þessu eru ekki ferðir til og frá Eyjum og annar matur þannig að þessi ferð mun kosta eitthvað, en hversu mikið það er er ekki vitað þar sem að foreldraráðið Ágúst og Gylfi sjá um allt þannig, panta ferðir o.s.frv. Þeir láta okkur vita í tíma.

No comments:

Post a Comment