Strákunum gekk ekki nógu vel í sínum leikjum í fyrstu deild , það virtist vanta aðeins herslumuninn í mörgum leikjum til að þeir enduð okkar megin, en þetta eru flottir strákar þarna á ferð sem eru klárlega hluti af framtíð ÍR. Það var ekkert gefið eftir og í einum varnarátökunum slasaðist Ýmir á ökkla og er sennilega brotinn. Hraustur strákur þarna á ferð, hann var í góðu yfirlæti með Hauk fararstjóra sér við hlið öllum stundum eftir óhappið. Það sýnir karekter hjá liðinu eins og reyndar hinum ÍR liðunum að allir tóku gleði sína fljótt og var farið með góða skapið og brosið á kvöldvökuna og á loka leik mótsins sem var á milli "pressuliðsins" og "landsliðsins" sem voru skipuð bestu leikmönnum mótsins, fulltrúar ÍR í "landsliðinu" voru Bjarki og Karen Tinna sem stóðu sig frábærlega vel.
Flottir strákar sem hegðuðu sér vel í alla staði, skemmtu sér vel og voru ÍR og ykkur foreldrum til sóma.
Kvöldvaka á laugardagskvöldinu. |
HG
No comments:
Post a Comment