Hefði nú aldrei trúað að ég ætti eftir að vinna medalíu með ÍR sem þjálfari en staðreynd !
Arnór Stefáns þjálfari var að keppa í Vestmannaeyjum þannig að ég fékk að stýra þessum flotta hóp stráka í dag. Og niðurstaðan var sú að 5 flokkur karla varð í 2 sæti í Reykjarvikurmótinu, enda ekki furða að þeir skildu ná verðlaunasæti þar sem Arnór er að gera mjög góða hluti með þeim.
Leikur 1 ÍR - KR fór 21-8 ,
leikur 2 ÍR -Fram fór 18-17 ,
ÍR - Víkingur 21-12 , '
ÍR - Þróttur 20-13 ,
og síðan úrslitaleikur ÍR - Valur 11-15
Flottir strákar og virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu með þeim.
Kveðja
Steini, pabbi Jóhanns Karls
Frábært! Til hamingju!
ReplyDeleteMeiriháttar, til hamingju með það strákar. Gaman að sjá myndirnar.
ReplyDelete