Hittast hjá ÍR heimilinu kl. 16.00 lagt verður af stað kl. 16.15. Áætlaður komutími norður er um 21.30, mikilvægt er að strákarnir taka með sér nesti til að narta í norður svo fáum vi okkur okkur smá kvöld nasl þegar við erum komnir. Við gistum í KA heimilinu og þeir skaffa dýnur.
Laugardagur 16. Febrúar
Vaknað og borðaður morgunmatur sem KA sér um. Kl. 10.00 keppum við æfingaleik við Þór og skellum okkur svo í sund, borðum á Greifanum og slökum aðeins á. Kl. 17.30 keppum við við KA1 og svo strax í kjölfarið keppum við við KA2. Förum svo á Greifann í Pizzuveislu og komum okkur svo upp í KA heimili.
Sunnudagur 17. Febrúar
Vaknað og borðaður morgunmatur og svo kl. 10 keppum við æfingaleik við Þór og kl. 12.00 er leikur við Þór. Strax eftir leik er sturta og lagt í hann suður og borðum við einhverstaðar á leiðinni. Áætlaður komutími suður gæti verið um 18-18.30
Með í för og sérþarfir
Fatnaður
- Keppnisföt
- Íþróttaskór
- ÍR galli ef til er (alls ekki skylda)
- Sokkar til skiptanna
- Nærföt til skiptanna
- Aukapeysa
- Aukabuxur
- Útiföt
- Flíspeysa eða ullarpeysa
- Húfa og vettlingar
- Inniskór (ekki nauðsynlegt en heppilegt)
- Náttföt
- Sundföt og handklæði
Almennur útbúnaður
- Svefnpoki og koddi
- Lak
- Tannbursti og tannkrem
- Lesefni
- Spil
- Lyf (ef þörf er á slíku - þarf þá að láta farastjóra vita)
- Vatnsbrúsa
Æskilegt er að strákarnir séu með þegar pakkað er þannig að þeir séu meðvitaðir um hvað þeir eru með.
ATHUGIÐ að strákarnir mega taka með sér síma, MP3 spilara og leikjatölvur en hvorki farastjórar né þjálfari taka ábyrgð á þessum tækjum!
Hvað má ekki taka með
- Pening
No comments:
Post a Comment