Ferðir til og frá Akureyri
Mæting verður niður í ÍR heimili kl 16.00 á föstudaginn n.k. stefnt er að leggja í hann kl 16.30, áætlaður komutími norður er 21.30-22.00.
Nesta þarf strákana fyrir ferðina þannig að þeir hafi eitthvað að borða á leiðinni.
Þegar við komum svo til baka leggjum við í hann um tvö leytið og reiknum með að stoppa á leiðinni og borða.
Fyrir norðan spilum við þrjá leiki í deildarkeppninni og svo tvo til þrjá æfingaleiki, á eftir að koma betur í ljós hvernig skipulagið verður. Stefnum á að fara í sund á laugardeginum í lok dags.
Ef einhver er með brennandi þörf fyrir að baka eitthvað svo sem skinkuhorn eða pizzusnúða þá veit ég að þessi matur er mjöööööög vinsæll.
Einhverjir eiga eftir að greiða fyrir ferðina, þarf það að gerast ekki seinna en á morgun!!
- Með í för og sérþarfir
Fatnaður
- Keppnisföt
- Íþróttaskór
- ÍR galli ef til er (alls ekki skylda)
- Sokkar til skiptanna
- Nærföt til skiptanna
- Aukapeysa
- Aukabuxur
- Útiföt
- Flíspeysa eða ullarpeysa
- Húfa og vettlingar
- Inniskór (ekki nauðsynlegt en heppilegt)
- Náttföt
- Sundföt og handklæði
Almennur útbúnaður
- Svefnpoki og koddi
- Lak
- Tannbursti og tannkrem
- Lesefni
- Spil
- Lyf (ef þörf er á slíku - þarf þá að láta farastjóra vita)
- Vatnsbrúsa
Æskilegt er að strákarnir séu með þegar pakkað er þannig að þeir séu meðvitaðir um hvað þeir eru með.
ATHUGIÐ að strákarnir mega taka með sér síma, MP3 spilara og leikjatölvur en hvorki farastjórar né þjálfari taka ábyrgð á þessum tækjum!
Hvað má ekki taka með
- Pening
No comments:
Post a Comment