Monday, February 4, 2013

Akureyrarferð 15-17 febrúar.

Nú styttist í Akureyrarferðina!  18 strákar fara með í ferðina, tveir fararstjórar og Fúsi.  Búið er að bóka 17 manna bílaleigubíl sem Guðjón pabbi Bjarka keyrir og undirritaður verður á kortinu!  Gist verður í KA heimilinu og skaffa þeir dýnur og morgunmat.  Ég ætla að bóka hádegis og kvöldmat á laugardeginum á Greifanum og einnig í hádeginu á sunnudeginum áður en við leggjum í hann suður. 

 Kostnaður verður 13.000kr fyrir þá sem fara með bílaleigubílinn og 10.500 fyrir þá sem fara með foreldrum sem leggja á inn á 0113-05-060368 Kt: 230473-5879,  fyrir mánudaginn 11. febrúar, skrá nafn drengs í skýringu og senda kvittun á irstrakar5fl@gmail.com.  Nánari upplýsingar um ferðatilhögun og búnað kemur þegar nær dregur.

Kveðja Gísli

No comments:

Post a Comment