Wednesday, May 23, 2012

Handboltaakademía ÍR - Skráning í Handboltaskóla Bjarna Fritz og Sturlu Ásgeirs stendur yfir

Mikið er lagt upp úr því að vinna með hverjum og einum til að bæta veika punkta sem koma í ljós við leikgreiningu, og við vitum að það skilar miklu,  því sem dæmi höfum við einstaklinga í 98 árg. (ÍR 5.flokkur eldra ár ka. og kv. ) sem hafa farið 3 sumur á þetta námskeið og bætt sig gríðalega mikið í hvert skipti.   Enda eru flestir í þeim hóp búnir að ganga frá skráningu aftur á þetta námskeið.
Æfingar standa í 2 klst. í senn hvern dag þar sem afreksmannahugsun verður í hávegum höfð, ásamt því að margar nýjar og skemmtilegar æfingar munu sjást þar sem Bjarni var á þjálfaranámskeiði hjá Fusche Berlín hjá Degi Sigurðssyni sem valinn var þjálfari ársins í þýsku úrvalsdeildinni. 

Líkt og áður munu góðir gestir mæta á námskeiðið og ausa úr sínum viskubrunni.

Bónus verða síðan morgunæfingarnar sem verða á sínum stað enda komu þær skemmtilega út seinasta sumar, ásamt því að verlaun verða veitt fyrir þá sem skara fram úr og auk þess fá allir viðurkenningaskjal og umsögn.

Skráning > http://www.ir.is/Sumarnamskeid2012/HandboltaskoliIR/

Við hvetjum ykkur til að nýta þetta flotta námskeið hjá Handboltaakademíu ÍR, Bjarna Fritz og Sturlu Ásgeirs 11. - 22 júní.

Æfingatímar eru eftirfarandi mv. aldurshóp:
11-12 ára(00-01) kl. 10.00-12.00
13-14 ára(98-99) kl. 13.00-15.00
15-16 ára(96-97) kl. 15.00-17.00

Verð: 12.900 kr. júní / 11.900 kr. ágúst



No comments:

Post a Comment