Tuesday, October 4, 2011

Foreldrafundur 4. október. Samantekt

Á fundinn voru mættir ca 20 foreldrar, Arnór þjálfari og frá barna og unglingaráði (BOGUR) voru mættir Gísli, Aðalsteinn og Heimir. Aðalsteinn og Gísli eru jafnframt tengiliðir BOGUR við flokkinn.

Fundurinn hófst á því að Aðalsteinn (Steini) fór vel yfir þróunina í vefmálum, m.a. voru heimasíðan, facebook-síðan, youtube-síðan, mynda-síðan og tölvupóstur deildarinnar kynntar fyrir foreldrum. Foreldrar fengu m.a. upplýsingar um hvernig þeir geta sett inn myndir á síðuna og jafnframt fengu þeir aðgangs- og lykilorð að tölvupóstinum. Einnig ræddi hann mikilvægi þess að fara með öllu að gát í vefsamskiptum.  Heimir var með sýnikennslu, m.a. hvernig á að setja inn myndir á myndasíðuna.
Rætt var um að aukin vefnotkun myndi nýtast bæði þjálfurum og foreldrum m.t.t. bætts upplýsingaflæðis sem og ákveðin hvatning fyrir strákana okkar. Jafnframt er ætlunin að nýta síðurnar þegar kemur að styrkjamálum.  Mjög mikil umferð er á þeim og munu þær tölulegu upplýsingar væntanlega nýtast til rökstuðnings þess að fá fyrirtæki til að auglýsa sig á síðunum.
Upplýsingum um foreldraráð og unglingaráð var dreift auk þess sem óskað var eftir sjálfboðaliðum í hin ýmsu verkefni. Til stendur að setja upp gagnagrunn yfir sjálfboðaliða og voru fundargestir sammála um að það hagnist það félaginu(drengjunum) okkar betur ef þessi verk eru unnin í sjálfboðavinnu.
Fjallað var um mikilvægi þess að mynda samheldni meðal ÍR-liðsmanna en er það mjög mikilvægt þar sem starfsemin er dreifð á nokkur íþróttahús. Þetta mætti gera með auknum kaupum á búningum og ÍR-fatnaði og bættri umgengni og aðstöðu í Austurbergi og Seljaskóla. Hugmynd var sett fram um að færa verðlaunabikara yfir í íþróttahúsin og gera árangur félagsins þannig sýnilegri. Jafnframt að setja upp kaffiaðstöðu sem myndi þá hvetja foreldra til að líta við á æfingar og styrkja um leið tengsl á milli foreldra og við þjálfara.
Fimm buðu sig fram og voru valin í foreldraráð.
  • Auður Rögn Gunnlaugsdóttir (Yngra ár)
  • Ágúst Þór Gestsson (Eldra ár) 
  • Gerða Björg Hafsteinsdóttir (Yngra ár)
  • Reynir Valdimarsson (Yngra ár)
  • Sveinn Valtýr Sveinsson (Yngra ár)
Vigfús Þorsteinsson bauð sig fram sem vefstjóra.

Arnór þjálfari fjallaði um mikilvægi þess að mæta á réttum tíma á æfingar. Skörun er hjá allstórum hóp við fótboltaæfingar og því mikilvægt að láta vita ef ekki er mætt á réttum tíma. Nóg að senda SMS.
Nokkrar óánægju hefur gætt með röðun í lið. Lögð var áhersla á að þjálfari ræður hvernig liðsskipan er háttað hverju sinni. Foreldrar hafa ekki ákvörðunarvald í þeim málum og mikilvægt að þeir virði það.
Í lokin var rætt um þau mót sem framundan eru og lögð áhersla á að sjálfboðaliða vantar dagana 20.-22. nóvember en þá helgi mun ÍR vera með mótaumsjón. Fyrirspurnir bárust vegna fyrirhugaðrar keppnisferðar tilVestmannaeyja nú í haust en rétt rúmar 6 vikur eru til stefnu. Undirbúningur fyrir það mót er að hefjast. Rætt var um safnanir vegna keppnisferða og sýndi Aðalsteinn að hver og einn getur pantað á eigin vegum. Foreldrar voru sammála um að hver og einn héldi utan um sína söfnun.
Fundi slitið rétt fyrir kl. 22.

No comments:

Post a Comment