Wednesday, October 3, 2012

Ferðaplan vegna eyjaferðar


  • Ferðir til og frá Landeyjahöfn
    • Farið verður með fólksbílum til og frá Landeyjahöfn.
    • Mæting hjá ÍR heimilinu  kl 16.15. á fimmtudeginum. Leggjum af stað kl 16.30.
    • Herjólfur fer af stað klukkan 19.00.   
    • Miðað er við að hópurinn leggi af stað klukkan 17.30 frá Vestmannaeyjum á sunnudeginum. Siglingin tekur um hálf tíma og því ætti skipið að vera í höfn um 18.00 í Landeyjahöfn eða þar um bil, reiknað er með hópnum hjá ÍR heimilinu kl 20.00.  Æskilegt er að strákarnir taki með sér nesti til að narta í á leiðini.
    • Að síðustu er rétt að taka fram að það getur verið kalt á leiðinni til Eyja og því þurfa strákarnir að vera klæddir eftir veðri við brottför.
  • Vestmannaeyjar Fimmtudagur-Sunnudagur
    • Fimmtudagur.  Þegar komið er til Eyja verður farið með hópinn upp í Týsheimili þar sem verður gist og komið sér fyrir.  Fáum okkur smá hressingu og gerum eitthvað skemmtilegt fyrir svefninn.
    • Föstudagur.  Föstudagurinn verður rólegur framan af degi, leyfum strákunum að sofa út tökum svo saman dótið því gistum annaðstaðar að faranætur laugardags og sunnudags. Fram að móti gerum við eitthvað skemmtilegt.  Þegar mótið byrjar svo seinnipartinn þá sér hver farastjóri um sitt lið og hittumst svo þegar allir leikir eru búnir og komum okkur fyrir á nýja gististaðinn.
    • Laugardagur. Hver farastjóri sér um sitt lið því liðin spila á mismunandi tímum.  Farið verður í sund og skoðunarferðir, fer eftir veðri.  Um kvöldið verður discotek sem Eyjamenn skipuleggja. 
    • Sunnudagur.  Morguninn fer í að pakka saman, þeir sem eiga að keppa gera það, hinir fara í sund eða skoðunaferð.  Herjólfur fer kl 17.30 þannig að hópurinn þarf að vera klár kl 16.00. 
    • Matur.  Eyjamenn sjá um kvöldmat bæði kvöldin, morgun- og hádegismat laugardag og sunnudag.  Farastjórar sjá um mat á milli mála, það verður boðið upp á ávexti, samlokur, vatn og Svala. 
    • Farastjórar.   Farastjórar gegna veigamiklu hlutverki í ferðinni og sérstaklega þegar kvölda tekur og hafa það verkefni að halda utan um sinn hóp, sjá til þess að allir komist klakklaust í gegnum nóttina. Farastjórar og þjálfari sofa einnig í skólanum.   



    • Farastjórar eru:
      • Gísli Páll Reynisson  Lið 1&2                Sími: 860-1125
      • Bjarni Ólafsson         Lið 1&3                Sími: 690-4940
      • Þjálfari: Vigfús Þorsteinsson               Sími: 898-0712

  • Með í för og sérþarfir
Fatnaður
§ Keppnisföt
§  Íþróttaskór
§  ÍR galli ef til er (alls ekki skylda)
§  Sokkar til skiptanna
§  Nærföt til skiptanna
§  Aukapeysa
§  Aukabuxur
§  Útiföt
§  Flíspeysa eða ullarpeysa
§  Húfa og vettlingar
§  Inniskór (ekki nauðsynlegt en heppilegt)
§  Náttföt
§  Sundföt og handklæði
Almennur útbúnaður
§  Svefnpoki og koddi
§  Dýna (ágætt að hafa vindsæng)
§  Pumpa (ef komið er með vindsæng)
§  Tannbursti og tannkrem
§   Lesefni
§ Spil
§ Lyf (ef þörf er á slíku - þarf þá að láta farastjóra vita)
§  Vatnsbrúsa
Æskilegt er að strákarnir séu með þegar pakkað er þannig að þeir séu meðvitaðir um hvað þeir eru með.
ATHUGIÐ að strákarnir meiga taka með sér síma, MP3 spilara og leikjatölvur en hvorki farastjórar né þjálfari taka ábyrgð á þessum tækjum!

Hvað má ekki taka með
§  Pening

Sérþarfir.  Mikilvægt er að fararstjórar fái upplýsingar um hugsanlegar sérþarfir keppenda svo sem óþol, ofnæmi, lyf sem einstaklingar þurfa að taka reglubundið.

Athugið að farið getur svo að Herjólfur sigli frá Þorlákshöfn og breytist skipulagið við þetta, fylgist með bloggsíðu flokksins þar koma allar upplýsingar.

No comments:

Post a Comment