Friday, October 5, 2012

Eyjar Fimmtudagur og Föstudagur

Liðin mættu til eyja á fimmtudagskvölið ofurhressir!  Byrjað var að koma sér fyrir og síðan var pöntuð pizza, hamast smá og svo beint uppí rúm!  Á föstudagsmorguninn var vaknað snemma og farið í sund og tekinn Subway í hádeginu.  Fyrsti leikur var kl 15.30 hjá ÍR-3 við HK og var spilaður hörku handbolti en HK hafði betur á endum.  Næstir voru ÍR-1 og spiluðu þeir við Fjölnir og þeir unnu þann leik sannfærandi, síðastir til að spila voru ÍR-2 við ÍBV og þeir unnu þann mjög sannfærandi.  Kjötbollur voru í boði í kvöldmat og borðuðu allir mjööög vel!  Teknar voru myndir sem hægt er að skoða hér!



1 comment:

  1. Guðjón GuðjónssonOctober 6, 2012 at 9:49 AM

    Glæsilegt hjá strákunum, baráttukveðjur.
    Guðjón lasni.

    ReplyDelete