Saturday, February 25, 2012

Styttist í Akureyrarmót hjá strákunum á yngra ári

Sælir kæru foreldrar

Það styttist óðum í Akureyrarferðina hjá strákunum okkar en hún verður farin 20.- 22. apríl. Nokkur atriði þarf að hafa í huga:

1. Við þurfum upplýsingar um hvaða strákar fara á mótið (geri nú samt ráð fyrir að flestir séu að fara).
2. Væntanlega verður ekki pöntuð rúta fyrir liðið og því mikilvægt að fá upplýsingar um hvaða foreldrar ætla með norður til að hægt sé að raða þeim í bíla sem vantar far.
3. Okkur vantar 3 fararstjóra, pabbi Sveins Andra hefur þegar boðið sig fram. Heyrst hefur að margir foreldrar séu að fara með til að ,,skemmta sér" og hafa gaman og ef svo ber undir að fararstjórar fást ekki vegna þessa verðum við að skipta okkur niður á vaktir sem fararstjórar. Vonandi að allir taki vel í það :)
4. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir. Þeir sem vilja safna upp í ferðina er velkomið að gera það og sjá þá um það alveg sjálf. Ég bendi ykkur á síðuna www.sofnun.is

Haldinn verður foreldrafundur þegar nær dregur, væntanlega um miðjan mars. Nánari upplýsingar um það síðar.

Kveðja 
Foreldraráð.

No comments:

Post a Comment